Fundað með ráðamönnum á Akureyri

Sveitastjórnarkosningar eru á næsta leiti og ætlar ÁTAK að vekja athygli á – og kanna hvernig bæjarfélögin standa í málefnum fatlaðs fólks. Að þessu sinni ferðumst við til Akureyrar til að hvetja sveitarféglög á Norðurlandi til aþess að stofna notendaráð fyrir fatlað fólk.

Þannig mun fatlað fólk geta komið að borðinu þegar frjallað er um mál sem varðar þau í sveitarfélaginu. Við munum kynna fyrir fólki hvernig haga beri samráði, ásamt því að útskýra hvernig hægt sé að stofna og starfa með notendaráði. Að lokum verður haldin lauflétt skemmtileg spurningakeppni um málefni fatlaðs fólks. 

Fundurinn verður haldin á Greifanum við Glerárgötu 20 laugardaginn 28. apríl nk. og byrjar kl 13:00.

Smelltu hér til að skrá þig á fundinn.