Fundað með ráðamönnum í Reykjavík

Átak, félag fólks með þroskahömlun heldur fund með framboðsflokkum Reykjavíkur og fötluðu fólki í Iðnó þann 23. maí klukkan 13:00.

 

Á fundinum verða kynningar um Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, mikilvægi notendaráð, húsnæðismál fatlaðra, aðgengi að þátttöku í félagsstarfi, hvað getur gerst þegar ekki er hlustað á fatlað fólk, hlutverki Átaks í hagsmunabaráttu fatlaðs fólks, viðhorfi og fordómum. Í lokin munum við svo halda lauflétta spurningakeppni fyrir framboðsflokkana.

 

Í dag býr fatlað fólk á Íslandi við mismunandi skilyrði eftir því í hvaða sveitarfélagi það býr.  Sveitarfélögum er hinsvegar skylt að sjá til þess að fatlaðir íbúar búi við þau mannréttindi sem mælt er um í Samningi Sameinuðuþjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í samningnum stendur að stjórnvöld eigi ekki að taka ákvarðanir um málefni sem varðar fatlað fólk án þess að eiga raunverulegt samráð við fatlað fólk. Því ættu að vera notendaráð í öllum sveitarfélögum. Mikilvægt er að fatlað fólk hafi aðgengi að virkri lýðræðislegri þátttöku.  En til þess þurfa upplýsingar að vera aðgengilegar á auðskildu máli og fatlað fólk á að getað valið sér aðstoðarfólk þegar það fer að kjósa. En margir sleppa því að fara að kjósa því þeim finnst óþægilegt að geta ekki fengið að velja aðstoðarfólk sjálft.

 

Átak vill vekja athygli á þessu málefni og hvetja sveitarfélög til þess að stofna og eiga virkt samstarf við notendaráð og nýta sér þannig sérþekkingu fatlaðs fólks við þróun þjónustu í sveitarfélaginu.

 

Fundurinn er vettvangur fyrir fólk með þroskahömlun til að eiga samtal við frambjóðendur til sveitastjórnarkosninga hver áherslumál þeirra eru í málefnum fatlaðs fólks.

 

Boðið verður upp á skemmtiatriði og léttar veitingar.

 

Verkefnið er styrkt af Erasmus+ og Evrópu unga fólksins.

 

Fundurinn í Reykjavík er síðasti fundur verkefnisins, en undanfarnar vikur hefur Átak haldið fundi á Selfossi, Akureyri og Ísafirði. Hægt er að sjá upptökur fyrri funda á Facebook síðu Átaks: https://www.facebook.com/atakfelagfolks/

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.

Hér er hægt að nálgast viðburðinn á Facebook.