Mánaðarlegur mánudagur - Jafnrétti fyrir alla

Gísli Björnsson og Ragnar Smárason starfa sem verkefnastjórar við Háskóla Íslands yfir verkefninu Jafnrétti fyrir alla. 


Á mánudaginn 19. nóvember munu þeir koma og segja okkur frá starfi sínu og hugmyndafræðini á bakvið verkefnið.

Verkefnið er fjölbreytt og snýr til dæmis að rannsóknum og aktivisma. 

Frá árinu 2016 hafa Gísli og Ragnar haldið jafnréttisfræðslu í framhaldsskólum, háskólum og fyrir þá sem óskað hafa eftir fræðslu. 

Markmið fræðslunar er að efla vitund fólks um fjölbreytileika samfélagsins og jafnan rétt fólks óháð kyngervi, fötlun, kynhneigð, stöðu eða annarra félagslegra þátta.

Við vonumst til að sjá sem flest!

Fyrirlesturinn verður á 4. hæð á Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík klukkan 20:00 - 21:30.

Boðið verður upp á léttar veitingar.