Trúir þú mér?

Aileen Soffía Svensdóttir, formaður Átaks

Í ljósi um - fjöllunar sem verið hefur um ofbeldi í garð fatlaðra kvenna hef ég velt því fyrir mér hvort þú, les-andi góður, munir trúa mér, þegar þú áttar þig á því að ég er kona með þroskahömlun. Er þessu virkilega háttað svona í okkar samfélagi?

 

Eygló Harðardóttir félagsmála - ráðherra hafði samband við Átak, félag fólk með þroska - hömlun, þar sem ég er formaður, til að spyrja okkur hvað best væri að gera í til að verjast svona ofbeldi.

 

Við sögðum við hana að það besta sem gert væri, væri að hlusta á okkur og trúa okkur. Veita okkur vett - vang til þess að fá að segja okkar sögu, okkar sýn og okkar skoðun.

 

Þetta mál stendur okkur nærri og við viljum segja frá, segja frá upp - lifun okkar af dökku hliðum sam - félags okkar, sem allt of lengi hefur verið horft framhjá.

 

Stundum þurfum við sér - úrræði en þá eigum við rétt á að fá þá þjónustu sem sveitar - félögin eiga að veita okkar. Það er ekki réttlátt að ég þurfi alltaf að borga fyrir auka þjónustu ef mig langar í frí.

 

Það er í hlutverki sveitar - félaga að veita þá stuðnings - þjónustu sem mig vantar vegna minnar fötlunar og það er hlutverk ráð - herra að hafa eftirlit með því að sveitar - félagið mitt sé að sinna þessari þjónustu. 

 

Hvað þá um þá, sem ekki geta tjáð sig um eða varið sig fyrir ofbeldi vegna fötlunar sinnar. Eiga þeir ekki skilyrðislaust rétt á almennilegri þjónustu sem þeir treysta?

 

Væri ekki betra að það væri sá sem þekkir til við - komandi, sá sem þjónustar hann alla hina dagana, sem væri að veita þjónustu í fríinu.

Af hverju þarf þjónustan að fara í frí líka og senda mig í þjónustu sem ég greiði úr eigin vasa?

 

Þjónustu sem enginn hefur eftirlit með og þekkir ekki til minna þarfa.

Við eigum að geta valið hvert við förum og með hverjum. Það ættu að vera sjálfsögð mannréttindi.

 

Mannréttindi mín eru ekki sértæk eða frekja um að fá eitthvað umfram aðra. Þau snúast um það, eins og segir í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, að ég hafi jafnan rétt á við aðra í samfélaginu að gera það sem mig langar til.

 

Að fara í frí er eitt af því, sem mig langar að sé í boði fyrir mig.

 

Að yfirvöld hlusti á mig þannig að óprúttnir aðilar séu ekki að misnota sér stöðu fatlaðs fólks til að lokka það til sín með gylliboðum og hafa það að féþúfu með ónógri þjónustu.

 

Að yfirvöld tryggi mér aðgang að réttarkerfinu og trúi mér, þannig að þeim sem slíkt gera fái viðeigamdi refsingu, eru þau mannréttindi sem óskað er eftir.

 

Við þurfum stuðning við að koma okkar mál - flutningi á framfæri. Ekki af því við erum ekki góð í því að tala, heldur vegna þess að upp - lýsingarnar sem við þurfum til að taka upplýsta ákvörðun eru ekki aðgengilega fyrir alla, bara suma.

 

Ég tel því að kominn sé sá tími, að hætt verði að tala um okkur og farið verði að tala við okkur.

 

Trúið okkur fyrir lífs - gæðum okkar, styðjið okkur í að vera fagleg og trúið okkur þegar við segjum frá, meira biðjum við ekki um?

 

Aileen Soffía Svensdóttir, formaður Átaks