Aðalfundur Átaks verður haldinn þriðjudaginn 31. maí 2022 kl. 19:00 til rúmlega 22:00.
Fundurinn verður haldinn á Háaleitisbraut 13, á fjórðu hæð. Aðgengi er í bygginguna.
Dagskrá fundarins:
- Fundur settur, starfandi formaður með ávarp
- Fundarstjóri og fundarritari kosnir
- Skýrsla stjórnar er lesin
- Reikningar Átaks verða lesnir
- Kosning til stjórnar, eitt sæti er laust í stjórn sem er annars fullsetin til 2023
- Stjórnarmaður kosinn – Uppstillinganefnd les upp tillögur
- Kosning tveggja varamanna Átaks
- Kosningar á þeim sem skoða reikninga Átaks
- Kosning í nefndir Átaks
- Laganefnd
- Uppstillingarnefnd
- Frikkanefnd
- Lagabreytingatillögur
- Önnur mál
Til að geta kosið eða boðið sig fram til setu í stjórn þarf að vera búinn að greiða félagsgjald. Allir sem eru yfir 18 ára gamlir geta verið með í Átaki.
Boðið verður upp á léttar veitingar á fundinum.
Frekar upplýsingar má nálgast í gegnum netfangið atak@throskahjalp.is