Haukur Guðmundsson kosinn formaður Átaks

Aðalfundur Átaks fyrir árið 2021 fór fram laugardaginn 11. september.

Á fundinum var ný stjórn Átaks kosin.

Haukur Guðmundsson var kosinn formaður Átaks.

 

En í stjórn Átaks fyrir starfsárið 2021 - 2022 eru: 

Haukur Guðmundsson - Formaður - Kosinn til tveggja ára.
Sveinbjörn Eggertsson - Kosinn til tveggja ára.
Atli Már Haraldsson - kosinn til tveggja ára.
Jónína Rósa Hjartardóttir - kosin til eins árs.
Sunnefa Gerhardsdóttir - kosin til eins árs.
 
Varamenn í stjórn eru:
Inga Hanna Jóhannesdóttir - Kosin til tveggja ára.
Helga Pálína Sigurðardóttir - Kosin til eins árs.
Gísli Björnsson - Kosinn til eins árs.
 
 
Vegna þess að ekki var haldinn aðalfundur árið 2020 var tekin ákvörðun á aðalfundinum að sumir stjórnarmenn yrðu kosnir til eins árs og aðrir til tveggja ára. Stjórn mun síðan skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi vetrarins.