Tveir fengu heiðursverðlaun Átaks árið 2019

Frikkinn 2019, heiðursverðlaun Átaks voru afhent í jólagleði félagsins í gærkvöldi þann 6. desember. 
Að þessu sinni voru tveir heiðraðir fyrir störf sín, en það voru þau Jón Þorsteinn Sigurðsson og Guðný Hallgrímsdóttir prestur.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti Frikkaverðlaun ásamt Aileen Soffíu Svensdóttur formanni Frikkanefndarinnar við hátíðlega athöfn.

 
___________________________
 
Jón Þorsteinn var í sex ár aðstoðamaður Átaks. Í starfu sínu á vegum félagsins sýndi hann mikinn dugnað og útsjónarsemi við að koma baráttumálum félagsins á framfæri.
 
Jón hefur í öllum störfum sínum unnið að því að fatlað fólk njóti sem mests sjálfræðis og ákvarðair þeirra séu virtar
 
Jón Þorsteinn hefur unnið ötullega að auknum sýnileika fólks með þroskahömlun og að raddir fólks með þroskahömlun heyrist sem víðast
 
Síðast en ekki síst hefur ávallt verið hægt að leita til Jóns um hvað eina sem varðar framgang mála Átaks.
 
 
_________________________
 
Guðný hallgrímsdóttir hefur um langt árabil gegnt embætti prests fatlaðs fólk.
 
Í störfum sínum hefur hún ástundað að styðja fatlað fólk til sjálfsákvörðunar og staðið við bak þeirra varðandi sambærileg réttindi og stöðu í samfélaginu, meðal annars hvað varðar hjúskap.
 
Guðný er ávallt til staðar fyrir fatlað fólk hvort sem það er á stundum gleði eða sorgar
 
Guðný Hallgrímsdótti hefur verið óeigingjörn í stuðningu við starfsemi Átaks meðal annars með þáttöku á hinum ýmsu viðburðum félagsins.
 
 

Til hamingju kæru heiðursfélagar!