Viðtal við Pírata fyrir Alþingiskosningar 2021

Við birtum hér viðtal við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur frá Pírötum.

Stjórn Átaks spurði hvað flokkurinn vill gera í málefnum fatlaðra.

Hver flokkur fékk fimm spurningar. Spurt var hvort að flokkurinn ætlaði að gera eitthvað í því að lögfesta samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Við spurðum einnig um hvað flokkurinn vill gera til að bæta og auka við fjölbreytni fatlaðra til að vinna á almennum vinnumarkaði og til náms. 

Jónína Rósa Hjartardóttir tók viðtalið við Þórhildi Sunnu.