Aðalfundur Átaks 11. september

Aðalfundur Átaks verður haldinn laugardaginn 11. september ef samkomutakmarkanir leyfa.


Fundurinn verður klukkan 16:00 til klukkan sirka 19:00.

 

Fundurinn verður haldinn á Háaleitisbraut 13, á fjórðu hæð. Aðgengi er í bygginguna.

 

Á fundinum verður stjórn Átaks kosin og farið yfir ársreikninga síðustu tveggja starfsára. 

 

Til að geta kosið þarf að vera skráður félagsmaður í Átaki. Það geta allir sem eru yfir 18 ára gamlir verið með í Átaki.