Átak heldur kosningarfund á Ísafirði

Á fundinum munu fulltrúar úr hópi félagsmanna Átaks kynna hvernig haga beri samráði svo hægt sé að tryggja mannréttindi allra íbúa sveitarfélaga. 

Þetta er þriðji fundurinn af fjórum, en gaman er að segja frá því að fundirnir á Selfossi og Akureyri fengu góða þátttöku og sýndu íbúar og fulltrúar framboðsflokkanna mikinn áhuga á því að tryggja raunverlulegt samráð við fatlað fólk.

Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga og við vonumst ykkur sem sem flest!

Hægt er að skrá sig á fundinn með því að smella hér