Átak tekur viðtal við forsetaframbjóðendur

Sunnefa Gerhardsdóttir og Jónína Rósa Hjartardóttir úr stjórn Átaks tóku á dögunum viðtal við Guðna Th. Jóhannesson og Guðmund Franklín Jónsson. Þeir eru báðir að bjóða sig fram til forseta í kosningu sem fer fram næsta laugardag 27. júní 2020. 

Viðtölin voru sett saman í eitt myndband tileinkað kosningunum en í sama myndbandi hvetur Haukur Guðmundsson, varaformaður Átaks, alla til að mæta á kjörstað og nýta rétt sinn til að kjósa í kosningunum. 

 

Hægt er að sjá myndbandið með því að ýta Hér.

Einnig er hægt að sjá myndbandið á facebook síðu Átaks.