Átak tekur viðtöl við stjórnmálaflokkana fyrir alþingiskosningar 2021

Átak tók viðtöl við stjórnmálaflokkana sem bjóða sig fram til alþingis í kosningum árið 2021. 

Allir flokkarnir tíu komu í viðtal til okkar.

Átak spurði fulltrúa úr hverjum flokki spurninga um hvað þau vilji gera í málefnum fatlaðra. 

Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 25. september.

 

 Hægt er að finna viðtölin á Facebook síðu Átaks og á Youtube síðu Átaks  hér. 

 

Spurningarnar sem við spurðum flokkanna voru: 

  1. Það var búið að lofa okkur því að lögfesta samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það átti að lögfesta samninginn árið 2019. Hversu lengi þurfum við að bíða í viðbót? Af hverju eru málefni fatlaðra alltaf sett á bið?  

  1. Mun þinn flokkur  beita sér fyrir því að stofna mannréttindastofnun? Því okkur hefur verið sagt að ekki sé hægt að löggilda samning sameinuðu þjóðanna fyrr en það er búið að stofna mannréttindastofnun. 

  1. Hvernig ætlar flokkurinn þinn að reyna að auka möguleika og búa til tækifæri fyrir fatlaða til að vinna á almennum vinnumarkaði?  

  1. Hvernig myndu þið vilja bæta aðgengismál í samfélaginu? 

  1. Hvernig ætlar flokkurinn þinn að auka við fjölbreytni í námsmöguleikum fyrir fatlaða?  

 

 Við þökkum stjórnmálaflokkunum öllum vel fyrir viðtölin og vonum að þið standið við orð ykkar og lögfestið samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.