Auglýst eftir tillögum til Frikkans 2021

Stjórn Átaks og Frikkanefnd auglýsa eftir tillögum um hver ætti að fá Frikkann árið 2021. 

Sendið okkur tillögurnar á atak@throskahjalp.is merkt "Frikkinn". 

 

Frikkinn eru heiðursverðlaun Átaks.

 

Viðurkenninguna skal veita þeim einstaklingi eða hópi sem hefur lagt sig fram við að styðja við sjálfstæði fólks með þroskahömlun
og sem hefur unnið að því að veita aukin tækifæri og stuðlað að samfélagi án aðgreiningar á öllum sviðum.
 

Viðurkenningin dregur nafn sitt af Friðriki Sigurðssyni, fyrsta heiðursfélaga Átaks. 

Viðurkenningin hefur verið veitt frá árinu 2015.

 
 
Hver á að fá Frikkann árið 2021? Sendu okkur tillögu á atak@throskahjalp.is