#ÉG LÍKA

#meetoo
#meetoo

Mánudaginn 29. janúar kl 20:00 verður haldinn mánaðarlegur mánudagur sem eru félagsfundir Átaks, félag fólks með þroskahömlun. Fundurinn er haldinn á Háaleitisbraut 13. 

 

Þar munu Ragna Björg verkefnastjóri  Bjarkahliðar kynna starfið þar og hvaða þjónusta er þar í boði fyrir þolendur ofbeldis.  Svo mun Hrafnhildur Snæfríðardóttir Gunnarsdóttir, doktorsnemi og verkefnisstjóri hjá Félagsvísindastofnun, að halda fræðsluerindi um þýðingu og áhrif metoo-byltingarinnar. Hrafnhildur hefur síðustu ár unnið að mörgum rannsóknum um líf fatlaðs fólks, ofbeldi og jafnrétti. 

 

Hvað er metoo? Hvernig varð það til og hverju hefur það breytt? Skiptir metoo máli fyrir fólk með þroskahömlun? Af hverju?

 

Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, koma einnig og kynna starf sitt. Miðstöðin, sem er staðsett í Reykjavík, veitir þolendum ofbeldis margvíslegan stuðning og ráðgjöf. Þangað geta allir leitað og er þjónustan ókeypis. Starfsmaður Bjarkarhlíðar mun segja nánar frá starfinu og svara spurningum.

 

Skráning er hér á fundinn