Fordómar gagnvart barneignum fatlaðra

María Hreiðarsdóttir
María Hreiðarsdóttir

Fullt af fötluðum konum á Íslandi hafa verið sendar í ófrjósemis-aðgerð án þess að vera látnar vita.

For-dómar eru í garð fatlaðs fólks og því stofnar það ekki til fjölskyldu, segir María Hreiðrsdóttir. 

„Fatlað fólk getur hugsað vel um börn og fólk með þroska-hömlun.“

„En við þurfum stuðning og sam-félaginu ber að veita fólki sem á við félags-lega erfiðleika stuðning,“ segir María.

Fólk með þroska-hömlun hafi hinsvegar ekki fengið þann stuðning sem hann þurfi.

 

Sárt að finna að henni var ekki treyst
María á 13 ára gamlan son.

Þegar hún eignaðist barnið var fullt af fordómum í samfélaginu.

„Mín fjölskylda stóð vel á bak við mig og treysti mér fullkomlega, en það var fólk í samfélaginu sem treysti mér ekki.“

„Það var virkilega sárt.“ segir María

Til dæmis hafi læknir sagt að barn hennar yrði senni-lega fatlað, sem svo ekki gerðis.

Sumir treystu henni til að gefa barninu sínu lyf þegar það var veikt, því hún var fötluð. 

María er sendiherra samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Samningurinn var undir-ritaður á Íslandi árið 2007 en hefur enn ekki verið settur í lög.

Þar talað um rétt fatlaðra til fjölskyldu-lífs.

María segir mikilvægt að samningurinn taki gildi sem fyrst.

„Ég vona líka bara að fólk fari að verða meðvitað um að gera einstak-lingum grein fyrir, þegar verið er að gera ófrjó-semis-aðgerðir, að það útskýri hlutina nægjan-lega vel.“

 

Ófrjósemisaðgerðir undir fölsku yfirskini

Rannsókn segir frá því að ófrjó-semis-aðgerðir eru gerðar án þess að fólk sé látið vita hvað er verið að gera.

Guðrún Valgerður Stefánsdóttir, kennari í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands, vann rannsóknina með  Kristínu Björnsdóttur og Ástríði Stefánsdóttur.

Hún segir að eldri konurnar hafi sumar verið plataðar. 

„Stundum hafa konur áttað sig á þessu seinna og ekki getað eignast börn með maka sínum.“

„Þær vissu ekki hvað aðgerðin sem þær fóru í var og stundum var sagt að það væri verið að taka botlangan, sem var ekki satt.“

 

Vitleysan um fatlaða sem börn

Þó að lög hafi verið sett 1975 sem banna ófrjó-semis-aðgerðir er en verið að gera þær áður en fólk verður 25 ára sem er bannað.

Guðrún segir að konur fá ekki fræðsu um málið þó sé byrjað að tala um þetta.

„Við erum en þá að segja að fatlaðir séu eins og börn og viljum ráða lífi þeirra.“

„Börn þurfa að láta forelda sína ráða, en það þarf fatlað fólk ekki.

„Fatlað fólk á að fá að vera sjálfstætt og fá að taka ákvarðanir sínar sjálft líka það að eignast börn.“

 Hér er fréttin á Vísir.is og myndband með.