Kosningar 28.10.2017

Minnum alla á að kjósa
Minnum alla á að kjósa

Kosningasjónvarp Átaks, félag fólks með þroskahömlun verður í útsendingu á félsbókarsíðu Átaks næsta mánudag, þriðjudag og miðvikudag og er í útsendingu frá kl. 16:00 og þar til allir flokkar hafa komið í kaffi. 

Útsending hefst kl 16:00 og lýkur þegar allir flokkar hafa komið í kaffi til okkar. Þar munu einn fulltrúi frá hverjum flokki sem býður fram í öllum kjördæmum á landinu koma og sitja fyrir svörum.

Útsendingin verður á fésbókarsíðu Átaks, félags fólks með þroskahömlun og hefst eins og áður segir alla þrjá daganna um kl. 16:00 og munu svo frambjóðendur koma og staldra við hjá spyrlum.

Röð flokkanna er með þeim hætti að á mánudeginum koma fulltrúi Flokk fólksins, Vinstri grænna, Framsóknar og Bjartrar Framtíðar.

Á þriðjudeginum hafa fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Viðreisnar boðað komu sína. Á miðvikudeginum ætlar svo fulltrúi Pírata, Samfylkingar og Miðflokksins fest niður tíma með okkur.

Spyrlar verða Snæbjörn Áki, Katrín Guðrún, Ágústa og Haukur Guðmundsson

 

Hér er hægt að smella til að fara á fésbókarsíðu Átaks