Skapandi atvinnu-tækifæri hjá Reykjavíkurborg

Rekur þú fjöl-breyttan vinnustað eða gengur þú með skapandi verkefni í maganum?

Reykjavíkurborg er að leita að samstarfi við fyrirtæki eða fólk sem vilja bjóða upp á tækifæri fyrir fólk með fatlanir eða skerta starfs-getu  í atvinnu-lífinu.

Sérstaklega er horft til skapandi greina á sviði hönnunar, list-sköpunar og snjall-lausna.

Öll verkefni verða skoðuð.

Stuðningur Reykjavíkurborgar getur verið í formi sérþekkingar, starfsmanns og/eða mögulega húsnæðis til allt að þriggja ára.
Ef þú eða þinn vinnu-staður hefur áhuga á samstarfi, hafið þá samband við Arne Friðrik Karlsson, arne.fridrik.karlsson@reykjavik.is
eða Tómas Inga Adolfsson, tomas.ingi.adolfsson@reykjavik.is.

Sendið þá upplýsingar um tengilið, lýsingu á verkefninu og hvers konar stuðningi er óskað eftir frá borginni.