Frikkinn

Frikkinn er viðurkenning sem Átak, félag fólks með Þroskahömlun, veitir 3. desember.

 

Viðurkenningin dregur nafn sitt af Friðriki Sigurðssyni, fyrsta heiðursfélaga Átaks.

 

Viðurkenningin skal veitt þeim einstaklingi eða hópi sem hefur: 

 

  • Lagt sig fram við að styðja við sjálfstæði fólks með þroskahömlun og stuðlað að samfélagi án aðgreiningar á öllum sviðum.
  • Stuðlað að auknum tækifærum fólks með þroskahömlun og gert þeim kleift að vera sýnir eigin talsmenn.
  • Stuðlað að jöfnum rétti og möguleikum fólks með þroskahömlun til jafns við aðra samfélagsþegna.
  • Stuðlað að auknum sýnileika fólks með þroskahömlun.
  • Hefur stutt félagið með óeigingjörnu framlagi í þágu félagsmanna og fólks með þroskahömlun.

 

Tekið er á móti tilnefningum fram að 4. nóvember á ári hverju og skulu þær berast á á netfangið fridrik@throskahjalp.is