Fræðsla

Árangursmælingar í lestri - Hvað er mælt?

Birgir Hrafn

Fræðsla

September 6, 2025

Skólar eiga samkvæmt aðalnámskrá að fylgjast reglulega með framförum nemenda í lestri, einkum á fyrstu skólaárunum. Mælingarnar snúa að tæknilegri færni (leshraða, nákvæmni, lesfimi og lesfærni) og hugrænni færni (lesskilningi og orðaforða). Einnig má skoða viðhorf og venjur, svo sem yndislestur, lestrargleði og samfellu í lestri, þó þau séu síður formlega mæld. Greining sýnir að erfitt er að framkvæma mat á öllum þáttum með núverandi verkfærum, þar sem mörg atriði krefjast huglægs mats. Þess vegna mun LESA nýta stafræna tækni til að bjóða upp á ítarlegri tölfræði – um náttúrulegan lestrarhraða, skilning, gleði og samfellu. Þannig fá nemendur, foreldrar og kennarar betri yfirsýn, bæði einstaklingsbundið og á stærri skala.

Við hjá LESA (www.lesa.is) höfum legið yfir alls konar efni um lestur þar á meðal um árangursmælingar. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eiga skólar að fylgjast reglulega með framförum nemenda í lestri, sérstaklega á fyrstu árum náms. Slík próf gefa kennurum mikilvægar upplýsingar um hvar nemandi stendur  (hvort hann les á viðeigandi hraða og hvort hann skilur textann) og hvaða stuðning hann þarf. 

Þessi pistill er skrifaður til að auðvelda okkur og öðrum skilning á hvað felst í þessum mælingum. Við byrjuðum á því að skoða hvað er mælt og í kjölfarið koma svo fleiri pistlar um árangursmælingar sem hafa verið notaðar hér á landi.  

Orð og hugtök í lestri

Þegar við byrjuðum á að skoða þetta fannst okkur að þetta yrði nú auðskilgreint en svo var alls ekki. Fyrst reyndum við að átta okkur á hugtökunum og hvað þau innihalda, en erfitt var að aðgreina hvað átt var við og hver mismunurinn væri á sumum hugtökum sem okkur fannst nauðalík eins og lesfimi og lesfærni. Þá þarf í upphafi að horfa til hljóðkerfisvitundar hjá yngstu nemendunum sem er færni til að þekkja hljóð og tengja þau við bókstafi. Það er ljóst að góður málþroski leggur grunninn fyrir lestrarnám, án skilnings á orðunum (tungumálinu) lærir enginn að lesa. Þessi færni er að sjálfsögðu þjálfuð heima fyrir og einnig á leikskólastiginu.

Hér kemur stutt tafla um hvað er mælt svo auðveldara sé að átta sig á hlutunum.

Hvað er mælt

Hvernig

Metið í skólastarfi

Hlutverk í lestri

Leshraði og nákvæmni

Hraðapróf, orð á mínútu og villufjöldi

Mælir tæknilega færni

Lesfimi

Hluti af hraðaprófi - samspil hraða nákvæmni og hrynjanda

Segir til um lipurð og áreynslu við lestur

Lesfærni

Sambland af tæknilegri færni og skilningi. Notuð hraðapróf og kannanir

Heildstæð mynd af lestri bæði tæknileg og hugræn

Lesskilningur

Mælt með spurningum, endursögn og verkefnum

Metur hvort nemendur skilja og geti notað texta

Lesskilnings orðaforði

Orðapróf, skilningur á lykilorðum

Forsenda þess að skilja texta / námsefni á dýpri hátt

Yndislestur og lestrargleði

Hægt að mæla með könnunum, spurningalistum og dagbókarfærslum (heimalestur)

Nei

Sýnir áhuga, viðhorf og hvata til lesturs

Lestrarsamfella

Væri hægt að skoða framvindu yfir tíma og könnun á lestrarvenjum

Nei

Tryggir reglulegan lestur og stöðugan þroska

Ítarlegri greining

Við tókum svo saman aðeins ítarlegri skýringu á þessum þáttum sem mældir eru eða hægt er að mæla. Hér er gott að minna á að MMS (Miðstöð menntunar og skólaþjónustu) heldur úti Læsisvefnum sem fyrst og fremst er ætlaður þeim sem kenna lestur en er líka hafsjór af upplýsingum um læsi fyrir þá sem hafa áhuga á málefninu.

  • Tæknileg færni sem samanstendur af:

    Leshraða - hve mörg orð eða stafi nemandi les á tilteknum tíma 

    Nákvæmni - hversu oft les nemandi orðin rangt, rugli saman stöfum eða sleppir stöfum/orðum. 

  • Lesfimi: vísar til þess hversu lipurt og áreynslulaust einstaklingur les. Byggist á hraða, nákvæmni og hrynjanda í lestri. Ef lesfimi er til staðar þá getur lesandinn einbeitt sér að innihaldinu frekar en lestrartækninni.

  • Lesfærni: Nær yfir alla hæfni til að lesa bæði tæknilega færni (lesfimi) og hugræna færni (skilning, ályktun og gagnrýna hugsun).

  • Lesskilningur: Metið hvort nemandi skilur efnið sem hann les

  • Lesskilnings orðaforði er stundum mældur en það hugtak vísar til þess orðaforða sem nemandinn þarf að búa yfir (orð sem hann skilur)  til þess að ná utan um merkingu textans sem hann les. 

  • Yndislestur: er lestur sjálfum sér til ánægju og kemur oftast af eigin hvötum. Ekki mælt.

  • Lestrarsamfella: vísar til þess að lestur sé stöðugur, reglulegur og samfelldur yfir tíma. Oftast mæld í gegnum lestrardagbækur sem börnin nota við heimalestur. Ekki er sjáanlegt að haldið sé heildstætt utan um þessi gögn.


Það sem vakti mesta athygli okkar var hve ótrúlega erfitt er að framkvæma mat á þessum atriðum því það er svo margt sem kallar á huglægt mat og líka erfitt að hafa ekki betri tól og tæki til mælinga. Því mun LESA nýta nýjustu tól og tæki til að byggja inn í lestrar appið mælingar svo hægt sé að sjá ítarlega tölfræði um framvindu barnsins.


Með stafrænni tækni LESA fáum við möguleikann á ítarlegri tölfræði um lestur barna í fyrstu bekkjum grunnskólans. Við getum greint m.a. náttúrulegan lestrarhraða, lesskilning, lestrargleði og samfellutölfræði. Ætlunin er að gera mælingarnar aðgengilegar, svo börnin, foreldrar, kennarinn, skólinn og jafnvel skólayfirvöld geti séð hver staðan er á hverjum tíma. Þegar fram líða stundir og LESA komið í notkun og orðið útbreitt tæki - fæst meiri yfirsýn, jafnvel á landsvísu.

Viðbótarefni um árangursmælingar

Hvernig mælum við árangur í lestri? Íslensk próf

Lestrarturninn í PISA

Lesa kemur út haustið 2026

Appið er væntanlegt haustið 2026. Skráðu þig á biðlista

Styrkt af

Tækniþróunarsjóði

©

2025

Lesa. Allur réttur áskilinn

Appið er væntanlegt haustið 2026. Skráðu þig á biðlista

©

2025

Lesa. Allur réttur áskilinn

Styrkt af

Tækniþróunarsjóði

Appið er væntanlegt haustið 2026. Skráðu þig á biðlista

Styrkt af

Tækniþróunarsjóði

©

2025

Lesa. Allur réttur áskilinn