Fræðsla
Hugmyndin að Lesa

Birgir Hrafn
Fréttir
Hugmyndin að lesa varð til um vorið 2024. Birgir hafði þá upplifað nokkur "aha" mynstur sem væri gaman að leysa starfrænt í gegnum börnin hans sem eru á grunnskólaaldri.
Hugmyndin að lesa varð til um vorið 2024.
Birgir hafði þá upplifað nokkur "aha" mynstur sem væri gaman að leysa starfrænt í gegnum börnin hans sem eru á grunnskólaaldri. Þau eru bæði í Kársnesskóla í Kópavogi.
Ítalska alla daga.
Ein af þessum upplifunum var þegar þá 10 ára sonur hans fór að læra ítölsku í appinu Duolingo. Hann er "týpískur" fótboltastrákur sem hefur ekkert endilega mikinn áhuga á lærdómi og lestri en þegar kom að þessu appi þá fannst honum það skemmtilegt að hann lærði ítölsku daglega. Hann kom svo föður sínum á óvart þegar hann var búinn að vera 365 daga í samfelldri röð að læra. Þá var auðvelt að hugsa sér hvað ef lestur hefði þessi áhrif. Ekki bara að lesa heima í 15 mínútur í vikunni heldur alla daga - líka laugardaga, sunnudaga og alla rauða daga ef það er talið með. Líka þá daga sem að bækurnar gleymast heima þegar fjölskyldan er í sumarbústað eða erlendis.
Lestrarheftin og tölfræði.
Önnur kveikjan varð til við að fara yfir lestrarheftin sem að börnin taka með heim og foreldrar kvitta í þegar barnið hefur lestið. Þar þarf að merkja við t.d. hvaða bækur er verið að lesa og hversu margar blaðsíður. Birgir sá þar möguleikana á víðtækri tölfræði á landsvísu og hugsaði hver þarf Pisa próf þegar hægt er að fá mun betri tölfræði. Þar sá hann möguleikann á að mæla lestrarhraða (þá náttúrulegan lestrarhraða) en ekki "ýktan" lestrarhraða, lesskilning, lestraránægju og fleira. Það yrði til svona lestrarvísir á landsvísu þar sem stjórnvöld gætu gripið inn í ákveðin svæði ef þyrfti og jafnvel lært af þeim skólum / svæðum sem væri að standa sig vel.