LESA Logo
LESA Logo
LESA Logo
LESA Logo

Fræðsla

Hulunni svipt af nýrri hönnun LESA: Mikill áhugi og spennandi tímar framundan

Birgir
Birgir

Birgir Hrafn

Fréttir

Desember 17, 2025

Vel heppnaður kynningarfundur var haldinn á dögunum þar sem nýtt útlit appsins og sögusmiðjan voru kynnt. Yfir 1.100 manns eru nú skráðir á biðlista.

Föstudaginn 12. desember var blásið til sóknar í höfuðstöðvum Revera í Borgartúni þegar LESA teymið bauð velunnurum og áhugasömum í léttan hádegisverð og kynningu á stöðu mála.


Tíminn flýgur og nú styttist óðum í að LESA líti dagsins ljós haustið 2026. Áhuginn á verkefninu hefur farið fram úr okkar björtustu vonum, en þegar þetta er skrifað eru hvorki meira né minna en 1.100 manns skráðir á biðlista eftir lausninni.


Ný hönnun og sögusmiðja

Á fundinum var farið yfir það helsta sem áunnist hefur síðan í apríl. Hápunkturinn var án efa þegar hulunni var svipt af nýrri og fullmótaðri hönnun á LESA appinu (smáforritinu), sem unnin hefur verið í nánu og farsælu samstarfi við hönnunarstofuna 14islands.

Einnig kynntum við sögusmiðjuna okkar, sem verður lykilþáttur í upplifun notenda, og fórum yfir næstu skref í þróuninni.


Sjáðu kynninguna Fyrir þau ykkar sem komust ekki, eða vilja rifja upp það helsta, höfum við tekið saman rafræna útgáfu af kynningunni.


Opna rafræna kynningu


Takk fyrir árið Við erum þakklát fyrir þau fjölmörgu samtöl, góðu ráð, orkuna og hugmyndirnar sem við höfum fengið frá ykkur á árinu. Þessi stuðningur er okkur ómetanlegur í vegferðinni að efla lestraráhuga og læsi.


Við hlökkum til að sjá sem flesta aftur á næsta kynningarfundi í apríl á nýju ári.

Fyrir hönd LESA teymisins,
Birgir


LESA kemur út haustið 2026

LESA kemur út
haustið 2026

Leikurinn er væntanlegur haustið 2026. Skráðu þig á biðlista

Styrkt af

Tækniþróunarsjóði

©

2025

LESA. Allur réttur áskilinn

LESA Logo

Leikurinn er væntanlegur haustið 2026. Skráðu þig á biðlista

Styrkt af

Tækniþróunarsjóði
LESA Logo

Leikurinn er væntanlegur haustið 2026. Skráðu þig á biðlista

Styrkt af

Tækniþróunarsjóði

©

2025

LESA. Allur réttur áskilinn

LESA Logo