Fræðsla
LESA x 14islands

Birgir Hrafn
Fréttir
Revera semur við eina þekktustu hönnunarstofu heims við hönnun á lestrarleiknum LESA.
Hugbúnaðarhúsið Revera hefur samið við 14islands um hönnun á lestrarleiknum LESA.
Sérfræðingar 14islands munu styðja við Revera í hönnun, þá hvorutveggja notendamiðaðri hönnun (UX) sem og viðmótshönnun (UI). Megin áherslan er að styrkja vöruna LESA með það að markmiði að varan hasli sér völl á alþjóðlegri grundu.
LESA er lestrarleikur fyrir krakka í anda Duolingo og er gerður til að auka færni í lestri og lestrargleði sem áætlað er að komi út haustið 2026.

“Börnin okkar eru einfaldlega að dragast aftur úr lestri og við viljum hjálpa skólasamfélaginu að sporna gegn þeirri ógnvænlegu staðreynd að 40% íslenskra nemenda ná ekki grunnhæfni í lestri. Við erum með stór markmið en við ætlum að bretta upp ermar og smíða skemmtilegasta lestrarleik í heimi.
Þó svo að LESA sé stafrænn lestrarleikur ættu útgefundur og rithöfundar að elska LESA en við erum að hjálpa þarna yngstu kynslóðinni að ná betri tökum á lestri til að hámarka líkurnar að þau taki upp bók og lesi sér til yndis þegar þau eru komin með nægjanlega færni til þess” segir Birgir Hrafn Birgisson, framkvæmdastjóri Revera.
LESA hefur einnig hlotið nýsköpunarstyrk frá Tækniþróunarsjóði.