Fræðsla

Lestrarhegðun þjóðarinnar

Birgir Hrafn

Fræðsla

Nóvember 24, 2025

Könnun sýnir minnkandi lestur á öllum bókformum – eldri konur lesa mest en yngri karlar minnst. Hvað getum við gert til að snúa þróuninni við?

Það skiptir börn miklu máli að hafa góðar fyrirmyndir í lestrarhegðun og alast upp við jákvætt viðhorf til lestrar - því meiri líkur eru á að þau nái fyrr góðri lestrarfærni.  LESA teymið hefur mikinn áhuga á lestri og rýnir því í allar nýjar upplýsingar um lestur hér á landi. Þess vegna tókum við saman helstu niðurstöður úr könnun Miðstöðvar íslenskra bókmennta á lestrarhegðun og viðhorfi til lestrar og bókmenningar í október 2025 

Hverjar eru niðurstöðurnar?


Niðurstöðurnar eru þær helstu að lestur fer minnkandi frá síðustu könnun 2023. Heildartíminn sem varið er í lestur/hlustun hefur almennt minnkað. Konur lesa meira en karlar, þær ræða töluvert meira um bækur við aðra og fylgjast oftar með umræðu og umfjöllun um bækur á samfélagsmiðlum. Eldra fólk les meira en yngra og það les meira á íslensku en yngra fólk. Fjórðungur þjóðarinnar fylgist með umfjöllun um bækur í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Tölurnar úr könnuninni sýna að dregið hefur úr lestri á öllum formum bóka. 

Niðurstöður í tölum:

  • Þjóðin les/hlustar á bækur að jafnaði um klukkutíma á dag

  • 19% Íslendinga lesa ekki bækur: karlar (24%), konur (15%)

  • Við lesum að jafnaði 2,3 bækur á mánuði

  • Konur (76 mín) lesa meira en karlar (43 mín) á dag

  • 72% þjóðarinnar hafa lesið hefðbundna bók á síðustu 12 mánuðum (80% í fyrra)

  • 48% hlustaði á hljóðbók síðustu 12 mánuði ( 56% í fyrra) en 49% þjóðarinnar er með áskrift að hljóðbókaveitu

  • 31% las rafbækur síðustu 12 mánuði en þeim sem lesa rafbækur fer fækkandi

  • 19% þjóðarinnar setur sér lestrarmarkmið

  • 62% þjóðarinnar les oftar eða einungis á íslensku. 


Könnunin var lögð fyrir 2000 einstaklinga 18 ára og eldri. Þetta er í níunda skiptið sem sambærileg könnun er gerð og í rauninni dapurlegt að horfa upp á bóklestur í svona slæmri stöðu. 

Hvað getum við gert til að efla lestur og lestraráhuga?

  1. Styrkja aðgang að fjölbreyttu lesefni

    Fjárfesta í bókasöfnum og stafrænum bókakostum með áherslu á áhugasvið barna og ungmenna – t.d. íþróttir, tækni, ævintýri og leikjaheimar.

  2. Auka sýnileika bókmenninga í stafrænum heimi; t.d. fjölmiðlum og samfélagsmiðlum

    Stuðla að virkri og lifandi umræðu um bækur með bókaspjalli, áhrifavöldum og með reglulegum bókatillögum í fjölmiðlum.

  3. Skapa sameiginlega lestrarupplifun í heimilum og á vinnustöðum

    Hvetja foreldra til að lesa með börnum sínum og styðja við bókaklúbba eða lestraráskoranir fyrir fullorðna, t.d. á vinnustaðnum.

  4. Efla hvata og þátttöku í lestrarkeppnum

    Nýta árangursríkar fyrirmyndir eins og Svakalegu lestrarkeppnina til að hvetja til lestrar með skýrri markmiðssetningu og sameiginlegri upplifun.

Hvað getur LESA gert til að efla lestur og lestraráhuga barna?


Þó svo LESA sé í fullri þróun þá sjáum við tækifæri með því að gera lestur í stafrænum heimi enn skemmtilegri. Til dæmis með því að:

  • Láta lestur líða með rútínunni

    LESA styður við daglegar venjur. Líkt og að bursta tennur – við lesum aðeins á hverjum degi, alltaf smá, oft saman.

  • Hvetja með leik og markmiðum

    Börn vilja sjá árangur. LESA mælir tíma, sýnir framfarir og verðlaunar fyrir árangur

  • Tengja lestur við áhugamál barnsins

    Lestur verður auðveldari ef efnið kveikir áhuga. Í LESA má sjá t.d. sögur eftir áhugasviði: fótbolti, geimurinn, ævintýri, dýr, ofurhetjur og allt milli himins og jarðar.

  • Styrkja foreldra og kennara með verkfærum

    LESA býður upp á einföld gögn og innsýn fyrir foreldra og forráðamenn: Hvað var lesið, hvenær og hversu mikið. Það styrkir samtal og stuðning heima og í skóla.

  • Búa til sameiginlega upplifun

    Í LESA sjáum við fyrir í framtíðinni að geta haft vinakeppnir, skólaáskoranir og fjölskylduleik. Börn sjá að þau eru hluti af stærra verkefni – og það eykur gleðina í lestri.


LESA kemur út haustið 2026

Leikurinn er væntanlegur haustið 2026. Skráðu þig á biðlista

Styrkt af

Tækniþróunarsjóði

©

2025

LESA. Allur réttur áskilinn

Leikurinn er væntanlegur haustið 2026. Skráðu þig á biðlista

©

2025

LESA. Allur réttur áskilinn

Styrkt af

Tækniþróunarsjóði

Leikurinn er væntanlegur haustið 2026. Skráðu þig á biðlista

Styrkt af

Tækniþróunarsjóði

©

2025

LESA. Allur réttur áskilinn