Fræðsla

Svakalegu lestrarhestarnir okkar

Birgir Hrafn

Fræðsla

Nóvember 17, 2025

Svakalega lestrarkeppnin skilaði tæplega 10 milljónum lestrarmínútna – börn um allt land sameinuðust í lestrarstuði með frábærum árangri og keppnisanda.

Það er svo gaman að fá svona skemmtilegar fréttir af börnunum okkar að lesa. Lásu í tæpar 10 milljónir mínútna. Það er líka gott fyrir aðstandendur LESA lestrarleiksins að hafa þessar upplýsingar sem hugsanlega mætti nota sem viðmið í leiknum. 

Svakalega lestrarkeppnin

Svakalega lestrarkeppnin fór fram í grunnskólum landsins nýlega. Lesið er í heilan mánuð og keppa nemendur um það hvaða skóli hefur lesið í flestar mínútur að meðaltali. Þessi mælikvarði er notaður til þess að minni skólar eigi jafn mikinn möguleika á að vinna og þeir stóru. Í Svakalegu lestrarkeppninni vinna allir nemendur saman að sama markmiði – sem er að lesa sem mest og oft skapast skemmtileg stemning í skólunum í kringum keppnina. 

Það má skrá allt sem flokkast undir yndislestur og heimalestur - en ekki annað námsefni eða kennslubækur. Þá má hlusta á hljóðbækur og lesa rafbækur og ekki þarf að lesa allt í skólanum heldur má lesa heima líka. Forráðamenn kvitta fyrir heimalestrinum en tengiliðir í skólunum sjá um að senda tölur inn í lok keppninnar.  

Tölfræði

  • Fór fram dagana 15. september til 15. október.

  • Þátttaka - um 17 þúsund börn tóku þátt

  • 90 grunnskólar - börn í 1.-7. Bekk

  • Skólar um allt land tóku þátt - fámennasti með 6 nemendur og fjölmennasti rúmnlega 500 nemendur

  • Börnin lásu í  9,7 milljón mínútur eða 161.539 klukkustundir

  • Meðaltal var um 19 mínútur á dag á hvern nemanda

  • Melaskóli vann - nemendur lásu um 30 mínútur á dag

Hvaða skóli vann?

Skólinn sem vann, sem að þessu sinni var Melaskóli sem  fékk glæsileg bókaverðlaun og auðvitað titilinn: Svakalegasti lestrarskóli landsins. Í öðru sæti var Grunnskóli Drangsness og í þriðja sæti Leik- og grunnskólinn í Hofgarði.  Hér má sjá meira um niðurstöðurnar á Facebook síðu Svakalegu sögusmiðjunnar

LESA kemur út haustið 2026

Leikurinn er væntanlegur haustið 2026. Skráðu þig á biðlista

Styrkt af

Tækniþróunarsjóði

©

2025

LESA. Allur réttur áskilinn

Leikurinn er væntanlegur haustið 2026. Skráðu þig á biðlista

©

2025

LESA. Allur réttur áskilinn

Styrkt af

Tækniþróunarsjóði

Leikurinn er væntanlegur haustið 2026. Skráðu þig á biðlista

Styrkt af

Tækniþróunarsjóði

©

2025

LESA. Allur réttur áskilinn