Fræðsla

Yndislestur = hluti af daglegu lífi

Birgir Hrafn

Fræðsla

Nóvember 10, 2025

Hvernig má gera yndislestur að sjálfsögðum hluta af daglegri rútínu barna og fullorðinna og hvaða lærdóma getum við dregið af Noregi og Japan?

Í tilefni af degi íslenskrar tungu er ætlunin að vinna að nýrri bókmenntastefnu sem lið í að styrkja stöðu íslenskunnar. Undirliggjandi er niðurstaða könnunar sem Miðstöð íslenskra bókmennta gerði í október 2025 þar sem fram kemur að sífellt færri lesa og/eða hlusta á bækur. Þrátt fyrir að Íslendingar lesi enn í tæpa klukkustund á dag þá eru skýr merki um að við lesum færri bækur og tíminn sem við verjum í lestur er að minnka. 

Aðstandendur LESA hafa það sem eitt af markmiðum LESA lestrarleiksins að varða veginn að auknum yndislestri en til þess að það náist þarf að auka lestur barna. 

Til þess að auka lestur - þarf aðgengi að fjölbreyttu efni en einnig hvatningu og hjálp við að gera lestur að vana. Við þurfum að fella yndislestur inn í okkar daglegu rútínu: bursta tennur, fá sér morgunmat, hreyfa sig og lesa bók. 

Hvernig komum við lestrinum inn í daglegu rútinuna?

  • Hvatning eins og lestrarkeppnir getur hjálpað. Hér má nefna Svakalegu lestrarkeppnina sem haldin var nýlega, en skólar hafa haldið lestrarkeppni grunnskólanna í fjölda ára. Börnin keppa í fjölda lesinna mínútna sem varið er í yndislestur og keppnisskapið hefur góð áhrif.  

  • Bókaklúbbar og leshópar í skólum og vinnustöðum -  við lesum meira þegar lesturinn verður sameiginlegt markmið.

  • Samtöl um bækur. Hægt væri að tilnefna bók vikunnar í skólum eða vera með bókaspjall á bókasafninu þar sem höfundar koma í heimsókn eða börnin segja frá áhugaverðum bókum.

  • Nýta hljóðbækur og rafbækur meira.

  • Tengja lestur við áhugasvið barna - íþróttir, tækni, tölvuleiki til að brjóta ísinn fyrir yndislestur. 

  • Styðja við foreldra og börn með að koma lestrinum inn í rútínu.

Þjóðar lestraráætlun

Land eins og Noregur hefur náð árangri í lestri með samræmdum lestraráætlunum, þar sem bókasöfn, skólar og fjölmiðlar vinna saman. Forsenda þeirra er að færni í lestri sé grundvöllur fyrir nám, þátttöku og virkni í samfélaginu. Meðal þess sem Norðmenn gera er að efla daglega lestrarvenju í skólastofinni en kveðið er um lágmark 15 mínútur af daglegum yndislestri í öllum árgöngum.  

Í Japan er samkvæmt opinberri stefnu, lögð áhersla á að auka aðgang að bókum og bókasöfnum í skólum og í samfélaginu. Japanir vilja efla daglega lestrarvenju og styðja því við kennara og foreldra til að tryggja að allir hafi tækifæri til að þróa lestrarfærni sína. Í Japan eru einnig sameiginlegir lestrartímar í skólum þar sem börnin lesa í hljóði.  

Við getum margt lært af því sem aðrar þjóðir eru að gera varðandi lestur og lesfærni og því rétt að skoða hvað reynist vel. Hér heima þarf svo að útfæra betur og fylgja eftir “þjóðarsáttmálann um lestur” með skýrum markmiðum, eftirfylgni og mælingum svo hægt sé að sjá hvernig miðar. Gera þarf þjóðarsáttmálanum hærra undir höfði og vinna úr honum vandað innlegg í heildarstefnu í menntamálum. 

LESA kemur út haustið 2026

Leikurinn er væntanlegur haustið 2026. Skráðu þig á biðlista

Styrkt af

Tækniþróunarsjóði

©

2025

LESA. Allur réttur áskilinn

Leikurinn er væntanlegur haustið 2026. Skráðu þig á biðlista

©

2025

LESA. Allur réttur áskilinn

Styrkt af

Tækniþróunarsjóði

Leikurinn er væntanlegur haustið 2026. Skráðu þig á biðlista

Styrkt af

Tækniþróunarsjóði

©

2025

LESA. Allur réttur áskilinn