„Aukinn lestraráhugi meðal ungmenna opnar dyr að nýjum heimum þekkingar og sköpunar. Með því að efla læsi þeirra byggjum við sterka grunnstoð fyrir framtíðina, þar sem þau blómstra í námi, tjáningu og tengingu við íslenska menningu”
Af hverju tekur Erla þátt í verkefninu?
Ég hef einlægan áhuga á að styðja við lestraráhuga og þátttöku ungmenna á Íslandi. Ég trúi því að lestur sé einn lykill að vellíðan barna, farsæld þjóðar og velmegunar. Ég tek þátt í þessu verkefni vegna þess að ég brenn fyrir því að skapa lausnir sem hafa raunveruleg og jákvæð áhrif á samfélagið. Með því að blanda saman minni reynslu í fjármálum og appþróun get ég stutt við framtíð barna á Íslandi og lagt mitt af mörkum til að efla læsi, sköpun og þroska þeirra. Erla er fyrrum forstöðumanneskja fjármála hjá Supercell og CCP www.figures.is