„Það sem heillaði mig við Lesa er hvernig það veitir börnum frelsi til að taka þátt í eigin lestrarnámi með gagnvirkum sögum, áskorunum og einstaklingsmiðuðu efni”
Af hverju tekur Steinar þátt í verkefninu?
Fátt hefur jafn mikil áhrif á félagsmótun barna eins og samskipti. Það eru þau sem búa til tengslin milli einstaklingsins og samfélagsins. En forsenda þess að geta átt í góðum samskiptum er að búa yfir ríkum orðaforða til þess að geta tjáð sig og skilið aðra. Það sem heillaði mig við Lesa er hvernig það veitir börnum frelsi til að taka þátt í eigin lestrarnámi með gagnvirkum sögum, áskorunum og einstaklingsmiðuðu efni. Með því að nota tæknina hvetjum við þau til að upplifa lestur sem gleði og tækifæri, frekar en kvöð. Lestur lifir nefnilega ekki í tómarúmi og þó stundum sé átak nauðsynlegt er langvinnandi lausn frekar að gera lesturinn samkeppnishæfan í athygli við aðra afþreyingu. Ég trúi því að þar sé Lesa rétta tólið til þess að styrkja lesskilning barna, auðga orðaforða þeirra og þannig styðja við tungumálið okkar sem sannarlega á undir högg að sækja. Samskipti milli fólks eru undirstaða allra samfélaga og þetta er verkefni sem getur haft varanleg og jákvæð áhrif á framtíð okkar allra.