„Lestrarþjálfun er lykillinn að betri framtíð. Með Lesa fá börn tæki til að læra, njóta og verða hluti af stærra lestrarsamfélagi”
Af hverju tekur Linda þátt í verkefninu?
Ég hef alla tíð verið áhugasöm um samspil tækni og menntunar. Þegar ég kynntist Lesa verkefninu sá ég strax tækifæri til að tengja saman íslenska máltækni og lestur með áhrifaríkum hætti. Með því að nýta gervigreind og sértæka máltækni getum við ekki aðeins hjálpað börnum að lesa betur og meira, heldur einnig stuðlað að varðveislu og þróun íslenskunnar í stafrænum heimi. Lesa býður upp á leið til þess að efla áhuga barna á lestri með því að gera hann aðgengilegan, skemmtilegan og einstaklingsmiðaðan. Sem móðir og áhugakona um yndislestur fagna ég öllum þeim tólum sem hjálpa börnum að uppgötva ánægjuna sem fylgir því að sökkva sér ofan í góða bók. Þetta verkefni er frábært dæmi um hvernig nýsköpun og tækni geta styrkt grunnstoðir samfélagsins, menntun og tungumál. Íslenskan stendur frammi fyrir áskorunum í stafrænum heimi, og ég sé Lesa sem miklvægt verkfæri til að mæta þessum áskorunum og tryggja að íslenska sé notuð sem víðast. Ég er spennt fyrir að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni og er sannfærð um að Lesa muni marka tímamót í lestrarþjálfun og varðveislu íslenskunnar. Þetta er verkefni sem ég trúi að muni hafa jákvæð áhrif til langs tíma fyrir bæði börn og menningu okkar.